Fréttir af vörum, fyrirtækinu og stóra verkefninu sem felst í að fjölga stöðum með betri áfengislausum valkostum


23.5

Lyre’s Agave Blanco Spirit er komið til landsins

Paloma og tequila kokteil aðdáendur á Íslandi geta gert sér glaðan dag í dag vegna þess að Lyre’s Agave Blanco Spirit er komið til landsins. Lyre’s er stærsti og metnaðarfyllsti framleiðandi í heimi á áfengislausum drykkjum og með þeirra vörulínu er hægt að búa til 95%+ af vinsælustu kokteilum í heimi. Fyrstu flöskurnar af Agave Blanco fóru á Hnoss fyrir helgi og við hlökkum til að sjá hvaða kokteil þau töfra fram. Fyrir þau sem vilja reyna sig áfram heima látum við fylgja með uppskrift að áfengislausum Paloma.

Innihald

Aðferð

Bætið öllum innihaldsefnum saman í glas. Fyllið upp með klökum og hrærið varlega.

Untitled

4.4

SPROUD fyrsti matvælaframleiðandi í heimi til að fá ISO26000 vottun

SPROUD, sænski framleiðandi samnefndrar jurtamjólkur úr baunaprótíni, tilkynnti nýverið að fyrirtækið væri fyrsti matvælaframleiðandi í heiminum til að hljóta ISO26000 vottun, alþjóðlega staðlavottun þegar kemur að sjálfbærni fyrirtækja.

Vottunarferlið tók fyrir sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð Sproud. Sem hluti af vottunarferlinu hefur Sproud tekið fyrir virðiskeðju framleiðslunnar, hvernig hún samræmist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig Sproud getur haft sem mest áhrif til hins betra.

Kolefnisspor vöruflokka Sproud er á bilinu 0.26-0.38 sem er lægra en allra annarra plöntumjólkurdrykkja sem fyrirfinnast á markaðinum.